Bókaðu tíma
Í síma 588 3430 alla virka daga eða sendu okkur fyrirspurn
Delta tannlæknar
Reynslan skiptir þig máli
Delta tannlæknar opnuðu í Mörkinni 6 þann 1. júlí 2021 eftir að við sameinuðust um kaup á húsnæði og rekstri tannlæknastofunnar, sem þar var til húsa, af fyrri eigendum þeim Þorsteini og Guðjóni sem voru að hætta rekstri vegna aldurs. En þeir höfðu rekið saman stofu þar síðustu rúmu 20 árin.
Ástæðan fyrir því að við völdum að flytja stofur okkar í Mörkina er ekki síst hve staðsetningin er miðsvæðis og því auðvelt að komst til okkar hvort sem komið er á eigin bíl eða með almenningssamgöngum. Þá er ekki víða á þessu svæði eins góður aðgangur að bílastæðum. Einnig vildum við frekar kaupa eldri stofu og þannig nýta það sem vel var gert. Þeim kröfum mætti þessi vel staðsetta, vandaða og vel hannaða stofa fullkomlega.
Starfsfólk
Sigríður Rósa Víðisdóttir
Tannlæknir
Sigríður Rósa útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1989, og er því með yfir 30 ára reynslu. Hún hefur rekið sína eigin tannlæknastofu frá 1995. Sigríður er með meistaragráðu í tannlækningum með sérsvið í réttartannlækningum og er í Kennslanefnd Ríkislöjgreglustjóra.
Hún er einnig lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á útlits- og fegrunar tannlækningum og gerir einnig minniháttar tannréttingar. Einnig hefur hún sett niður tannplanta (implönt) frá árinu 2005.
Sigríður Sólveig Ólafsdóttir
Tannlæknir
Sigga Sól útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1999 og hefur rekið eigin tannlæknastofu frá útskrift eða í rúmlega 20 ár. Áður en Sigga Sól lærði tannlækningar stundaði hún tannsmíðanám í Kaupmannahöfn. Sigríður Sólveig hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og setið í stjórn félagsins.
Sigga Sól hefur sérhæft sig í að þjóna fjölskyldum og hefur langa reynslu og mikla gleði af því að vinna með börn þannig að heimsókn þeirra sé jákvæð og uppbyggileg upplifun. Sigga Sól býr því að langri reynslu hvað varðar allt sem viðkemur góðri tannheilsu og heilbrigði tannhols.
Salka Ólafsdóttir
Tannlæknir
Salka Ólafsdóttir útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2004 og hefur rekið eigin tannlæknastofu frá 2005 eða í nær 20 ár. Salka veitir alla almenna tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna. Hún hefur öðlast víðtæka reynslu á ýmsum sviðum tannlæknisfræðinnar.
Anna Slawka
Tannlæknir / Polski dentysta Reykjavik
Anna útskrifaðist frá Tannlæknadeild háskólans í Gdansk í Póllandi árið 2016. Anna hefur unnið við tannlækningar á Íslandi síðustu 5 árin og sinnir öllum almennum tannlækningum barna og fullorðinna.
Kolejną dentystką w naszej klinice jest Anna Sławińska-Chorążyczewska. Anna ukończyła Gdański Uniwersytet Medyczny w 2016 roku. Po roku pracy w Polsce, rozpoczęła przygodę na Islandii. Głównie zajmuje się stomatologią zachowawczą, dziecięcą oraz chirurgią stomatologiczną.
Sigrún J. Marteinsdóttir
Tannlæknir
Sigrún (Sissa) útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hefur starfað sem tannlæknir frá útskrift eða í yfir 30 ár. Sigrún hóf starfsferil sinn norður á Akureyri en lengst af hefur hún verið sjálfstætt stafandi tannlæknir hér á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún sinnir öllum almennum tannlækningum.
Rolf Hansson
Tannholdssérfræðingur
Rolf útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 1982. Sérfræðingur í tannholdslækningum frá Michigan háskóla 1987. Rolf hefur rekið eigin tannlæknastofu í Mörkinni 6 síðastliðin rúm 20 ár.
Kristín Gyða Guðmundsdóttir
Tannlæknir
Kristín Gyða útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2022 og hefur starfað hjá Delta tannlæknum frá útskrift.
Svanfríður
Móttökuritari
Katrín Lilly
Aðstoðarmaður tannlæknis
Aleksandra
Tanntæknir
Inga Benediktsson
Aðstoðarmaður tannlæknis
Hanna Kristín
Tannlæknanemi
Linda
Aðstoðarmaður tannlæknis
Þjónusta
Við leggjum okkur fram við að veita forvarnir, fræðslu og ráðleggingar um tennur og tannhirðu, mataræði og margt fleira.
Í almennri tannlæknaþjónustu felst fjölmargt, svo sem:
- Reglulegt eftirlit
- Kennsla í munn-og tannhirðu
- Ýmsar forvarnir og fræðsla
- Meðhöndlun margvíslegra tannskemmda
- Fjarlægja ónýtar tennur
- Setja niður tannplanta í stað tapaðra tanna (Implönt)
- Krónur,brýr og önnur viðeigandi tanngervi.
- Barnatannlækningar
- Fegrunartannlækningar
- Og margt fleira
Hér er stofan
OPNUNARTÍMI
Mánudaga-Fimmtudaga / 08:00 – 16:00
Föstudaga / 08:00 – 14:00
Laugardaga / 10:00 – 16:00
Sunnudaga / Lokað
SÍMI / 588 3430
NETFANG / delta@delta.is
Mörkinni 6 2. hæð, 108 Reykjavík