Delta tannlæknar
Þar sem reynslan skiptir máli
Delta tannlæknar opnuðu í Mörkinni 6 þann 1. júlí 2021, en í húsnæðinu hafði áður verið rekin tannlæknastofa í tuttugu ár. Við sinnum nú þeim skjólstæðingum sem hér voru í Mörkinni áður, okkar gömlu skjólstæðingum sem fluttu með okkur, ásamt fjölda nýrra skjólstæðinga sem hafa bæst í hópinn.
Hjá Delta tannlækningum nýtur þú áratuga reynslu okkar í að hlúa að tannheilsu fólks á öllum aldri með ólík vandamál. Í þessu starfi skiptir reynslan miklu máli.
Delta tannlæknar leggjum áherslu á að sinna fjölskyldum og ekki síst höfum við mikla reynslu og ánægju af því að taka á móti börnum sem eru að byrja að læra mikilvægi góðrar tannhirðu.
Þegar Delta tannlæknar tóku við húsnæðinu var lögð áhersla á að nýta sem best þá aðstöðu sem hér var fyrir. Það hefur okkur tekist með þessa vel staðsettu, sérhönnuðu og vönduðu tannlæknastofu.
Delta tannlæknar bjóða upp á frábæra staðsetningu í Mörkinn 6. Stofan er miðsvæðis í borginni með góðu aðgengi að bílastæðum og almenningssamgöngum.
Í Mörkinni 6 starfa einnig tvö tannsmíðaverkstæði sem auðveldar okkur aðgang að öllu sem viðkemur smíði tanna og gerir þjónustuna við skjólstæðinga okkar aðgengilegri, skjótari og persónulegri.
í Mörkinni 6 starfar einnig tannholdssérfræðingur sem Delta tannlæknar vinna náið með, okkar kúnum til hagsbóta.
Við hjá Delta tannlæknar leggjum áherslu á endurmenntun hjá okkar fólki og tileinkum okkur allt það nýja sem stuðlar að bættri þjónustu við skjólstæðinga.
Starfsfólk Delta tannlækna leggur metnað sinn í faglega nálgun við öll verkefni,. Við viljum að allir fái þá bestu þjónustu sem völ er á svo að heimsókn til okkar sé jákvæð upplifun bæði fyrir stóra sem smáa.
Hlökkum til að sjá þig.
Sigga Sól, Salka og Sigga Rósa
Hægt er að hafa samband í síma 588 3430 alla virka daga – Einnig er hægt að senda okkur línu á delta@delta.is