Hafa samband í síma 588 3430 eða delta@delta.is

Upplýsingar

Úrdráttur:
Eftir úrdrátt þarf að huga að ýmsu. Festu í beini, viðkvæma strúktúra í kring um tönnina svo og líkamlegt ástand sjúklings. Því þurfum við að fá nákvæma sjúkrasögu hans. Einnig þurfum við nákvæmar röntgenmyndir.

Endajaxla þarf oft að fjarlægja vegna plássleysis. Ef þeir komast oft ekki upp og því þarf að fjarlægja þá. Hér á síðunni finnur þú nákvæmar leiðbeiningar eftir úrdrátt.

Tannplantar (Implönt)
Tannplantar, eða implönt, eru litlar skrúfur úr títani og húðaðar með séstakri himnu sem er nauðsynleg til að hún festist í beininu. Þessar skrúfur eru sett í bein í stað tannar sem hefur tapast eða þar sem tannvöntun er. Síðan er smíðuð króna ofan á plantann sem lítur út eins og veruleg tönn. . Aðgerðin er framkvæmd í staðdeyfingu og er ekki talin vera mikið inngrip.

Tannplantinn þarf síðan að gróa fastur við beinið áður en endanlegri krónu er komið fyrir. Það tekur getur tekið allt að 12 vikur, í undantekningartilfellum lengur. Þegar tannplantinn er tilbúinn er hann það sem kallast beinfastur og ber auðveldlega krónur, brýr eða verið festing fyrir lausan heilgóm.

Did you like this? Share it!

0 comments on “Upplýsingar

Leave Comment